Tryggingasjóðs innstæðueigenda þarf að greiða vegna Icesave

Fjármálaeftirlitið segir, að stofnast hafi til greiðsluskyldu Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum Landsbanka Íslands,  sem ekki hafi fengið greiddar innstæður sínar.

Á heimasíðu stofnunarinnar segir, að Icesave vefsíða Landsbanka Íslands hafi þann 6. október orðin óvirk. Það sé álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Landsbanki Íslands hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæða tiltekinna reikninga, þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust.

Samkvæmt 9. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta hafi  vegna ofangreindra tilvika stofnast til greiðsluskyldu Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum Landsbanka Íslands hf. sem ekki hafa fengið greiddar innstæður sínar, í samræmi við ákvæði laganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK