Ljóst varð í morgun, að Kaupþing myndi ekki greiða af svonefndum samúræjaskuldabréfum, sem bankinn gaf út í japönskum jenum. Gjalddaginn var 20. október en bankinn hafði viku frest til að ganga frá greiðslum, samtals 480 milljónum jena, jafnvirði 630 milljóna króna, sem bárust ekki.
Að sögn Bloomberg fréttastofunnar varð Kaupþing þar með fyrsti evrópski bankinn til að standa ekki við skuldbindingar sínar á svonefndum samúræjabréfamarkaði.
Ávöxtunarkrafa skuldabréfanna fór í nærri 451% eftir að fjárfestar gerðu hvað þeir gátu til að losa sig við þau á síðustu dögum.