Seðlabanki andmælir Björgólfi

mbl.is/Ómar

Seðlabankinn segir að ekkert hafi verið minnst á flýtiafgreiðslu breska fjármálaeftirlitsins þegar rætt var við forsvarsmenn Landsbankans um hugsanlega fyrirgreiðslu vegna útstreymis í útibúi bankans í Bretlandi.

Björgólfur Thor Björgólfsson sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, að bresk yfirvöld hafi boðist til að taka yfir alla Icesave-reikninga Landsbankans degi áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi. Það hafi þó verið gegn því að Landsbankinn greiddi 200 milljónir punda, eða því sem nemur um 37 milljörðum króna, sem tryggingu. Seðlabankinn hafi hins vegar hafnað ósk Landsbankans um slíka fyrirgreiðslu og þar með hafi tækifærið til að færa ábyrgð á reikingunum yfir til breska stjórnvalda gengið Íslendingum úr greipum.

Í athugasemd Seðlabankans segir:

„Í bréfi til bankastjórnar Seðlabanka Íslands mánudaginn 6. október sl. kynnti bankastjórn Landsbanka Íslands að bankinn þyrfti fyrirgreiðslu að fjárhæð 200 milljónir punda frá Seðlabanka Íslands vegna útstreymis sem orðið hefði í útibúi þeirra í Bretlandi auk 53 milljóna punda láns vegna dótturfélags Landsbankans í Lundúnum. Verulegt útstreymi var úr útibúinu helgina á undan.

Í samtölum við forsvarsmenn bankans kom fram að jafnvel þótt umbeðin fjárhæð fengist væri alls ekki víst að hún dygði og líklegt að fjárþörfin gæti á örskömmum tíma hækkað verulega, jafnvel margfaldast. Tilefni beiðninnar í bréfi Landsbankans 6. október var útstreymið af innlánsreikningum. Ekki var minnst á flýtiafgreiðslu breska fjármálaeftirlitsins.

Af framangreindum ástæðum er augljóst að sú fullyrðing Björgólfs Thors Björgólfssonar að 200 milljóna punda fyrirgreiðsla Seðlabanka Íslands hefði leyst allan vanda Landsbanka Íslands á þessum tíma stenst ekki. Eins er frásögn hans af rás atburða röng.

Á þessum dögum virtist enn líklegt að Seðlabankinn yrði að fylgja eftir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um hlutafjárframlag í Glitni að fjárhæð 600 milljónir evra. Einnig hafði verið ákveðið að höfðu samráði við forsætisráðherra að lána Kaupþingi 500 milljónir evra til nokkurra daga í þeim tilgangi að aðstoða þann banka við að mæta kröfum breska fjármálaeftirlitsins og annarra þarlendra stjórnvalda vegna stöðu dótturfyrirtækis þess banka í Lundúnum.

Líkleg framlög Seðlabankans vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um Glitni og fyrirgreiðsla við Kaupþing höfðu þá þegar sett miklar byrðar á gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar og varasamt var að ganga lengra í þeim efnum."
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK