Staðan betri værum við með evruna

Glitnir telur Ísland myndu standa betur værum við aðilar að …
Glitnir telur Ísland myndu standa betur værum við aðilar að ESB. Reuters

Lík­legt er að staða fjár­mála­kerf­is­ins hér á landi væri með öðru sniði í dag ef að Ísland hefði verið aðili að ESB með evru sem gjald­miðil og ör­uggt bak­land í Seðlabanka Evr­ópu þegar óveðrið skall á.  Seg­ir í Morgun­korni grein­ing­ar­deild­ar Glitn­is að Ísland væri þá a.m.k. ekki að tak­ast á við gjald­eyri­skreppu og spurn­ing hvort að bankakrepp­an væri hér.

„For­sæt­is­ráðherra Írlands sagði fyr­ir skömmu að aðild að ESB og upp­taka evr­unn­ar hefði bjargað Írlandi frá því að hljóta sömu ör­lög og Ísland í fjár­málakrepp­unni,“ seg­ir í Morgun­korn­inu.

„Það má öll­um vera ljóst að Ísland hefði fengið meiri stuðning frá Evr­ópuþjóðum og Seðlabanka Evr­ópu ef við hefðum verið aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta hlýt­ur að vega þungt þegar við mun­um skoða hvernig hægt verði að koma í veg fyr­ir að at­b­urðarás síðustu vikna end­ur­taki sig.

Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu kann að skjóta frek­ari stoðum und­ir þá miklu upp­bygg­ingu fjár­mála- og hag­kerf­is­ins hér á landi sem nú fer í hönd. Reynsla Svíþjóðar og Finn­lands bend­ir a.m.k. ein­dregið í þá átt að stefnu­yf­ir­lýs­ing stjórn­valda þess efn­is að nú skyldi stefnt að aðild virðist hafa lyft grett­i­staki í þeirri end­ur­skipu­lagn­ingu sem átti sér stað í kjöl­far bankakrepp­unn­ar sem reið þar yfir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK