Staðan betri værum við með evruna

Glitnir telur Ísland myndu standa betur værum við aðilar að …
Glitnir telur Ísland myndu standa betur værum við aðilar að ESB. Reuters

Líklegt er að staða fjármálakerfisins hér á landi væri með öðru sniði í dag ef að Ísland hefði verið aðili að ESB með evru sem gjaldmiðil og öruggt bakland í Seðlabanka Evrópu þegar óveðrið skall á.  Segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis að Ísland væri þá a.m.k. ekki að takast á við gjaldeyriskreppu og spurning hvort að bankakreppan væri hér.

„Forsætisráðherra Írlands sagði fyrir skömmu að aðild að ESB og upptaka evrunnar hefði bjargað Írlandi frá því að hljóta sömu örlög og Ísland í fjármálakreppunni,“ segir í Morgunkorninu.

„Það má öllum vera ljóst að Ísland hefði fengið meiri stuðning frá Evrópuþjóðum og Seðlabanka Evrópu ef við hefðum verið aðilar að Evrópusambandinu. Þetta hlýtur að vega þungt þegar við munum skoða hvernig hægt verði að koma í veg fyrir að atburðarás síðustu vikna endurtaki sig.

Aðild að Evrópusambandinu kann að skjóta frekari stoðum undir þá miklu uppbyggingu fjármála- og hagkerfisins hér á landi sem nú fer í hönd. Reynsla Svíþjóðar og Finnlands bendir a.m.k. eindregið í þá átt að stefnuyfirlýsing stjórnvalda þess efnis að nú skyldi stefnt að aðild virðist hafa lyft grettistaki í þeirri endurskipulagningu sem átti sér stað í kjölfar bankakreppunnar sem reið þar yfir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK