Verðbólgan nú 15,9%

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í októ­ber  hækkaði um 2,16% frá fyrra mánuði sam­kvæmt út­reikn­ing­um Hag­stof­unn­ar. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis  hækkaði um 3,02% frá sept­em­ber.

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 15,9% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 17,8%. Er þetta mesta verðbólga á árs­grund­velli hér á landi frá því í maí 1990 þegar verðbólg­an var 18,1%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 4% sem jafn­gild­ir 16,8% verðbólgu á ári (22,7% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis). 

Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 4,3% (vísi­tölu­áhrif 0,55%) og verð á föt­um og skóm um 4,9% (0,22%). Verð á hús­gögn­um, heim­ilis­tækj­um, heim­il­is­búnaði o.fl. hækkaði um 7,1% (0,46%), á vara­hlut­um og hjól­börðum um 19,6% (0,2%), á flug­far­gjöld­um til út­landa um 18,7% (0,2%) og verð á sjón­vörp­um, dvd-spil­ur­um, tölv­um o.fl. hækkaði um 10,6% (0,15%).

Verð á bens­íni og díselol­íu lækkaði um 3,4% (-0,17%).

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis lækkaði um 1,3% (-0,21%). Þar af voru áhrif af lækk­un markaðsverðs -0,24% en áhrif af hækk­un raun­vaxta voru 0,03%.

Hag­stof­an seg­ir, að hlut­ur hús­næðisviðskipta þar sem fast­eign­ir og lausa­fé séu notuð sem greiðsla hef­ur vaxið veru­lega frá maí á þessu ári. Við nú­v­irðingu kaup­samn­inga í viðskipt­um af þessu tagi hef­ur verið ákveðið að hækka ávöxt­un­ar­kröf­una sem notuð er við út­reikn­ing á staðgreiðslu­verðmæti fast­eigna. Áhrif­in af þess­ari leiðrétt­ingu eru 0,22% til lækk­un­ar á vísi­tölu neyslu­verðs.

Ný­skrán­ing­ar bif­reiða hafa nán­ast stöðvast af efna­hags­ástæðum. Í ljósi þessa er ekki tekið til­lit til breyt­inga á lista­verði bíla frá sept­em­ber, en það hefði hækkað bif­reiðalið vísi­töl­unn­ar um 4,1% (áhrif 0,30%).
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka