15% gengisfall krónu í kortunum?

Viðbrögð erlendis við mikilli hækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum eru að þessi mikla hækkun sé óvænt en efasemdir eru um að hún breyti miklu.

Á Bloomberg-vefnum er bent á að hækkun stýrivaxtanna um sex prósentustig sé hin mesta frá því að Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmiðið 2001 og er rætt við Henrik Gullberg, sérfræðing hjá Deutsche Bank AG í Berlín af þessu tilefni.

„Ég tel ekki að 6 prósentustig muni gera krónuna neitt meira aðlaðandi kost,“ segir hann. „Í aðalatriðum erum við að sjá algjöra þurrð í öllu sem tengist nýmarkaðslöndunum, og Ísland, jafnvel á mælikvarða nýmarkaðslanda, er afar brothætt. Sex prósentustigin eru ekki mikils virði ef gjaldmiðillinn fellur um önnur 15%.“

„Eina sem getur hresst upp á krónuna er að áhættusæknin snúi aftur,“ segir Gullberg, „og það eru engin merki um að slíkt sé að gerast á næstunni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK