Fjármálakreppan hefur þegar kostað 340 þúsund milljarða

Höfuðstöðvar Englandsbanka.
Höfuðstöðvar Englandsbanka. Reuters

Fjármálakreppan hefur þegar kostað banka og fjármálastofnanir í heiminum öllum 2800 milljarða dala, jafnvirði um 340 þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er mat Englandsbanka, sem hefur sent frá sér skýrslu um málið.

Bankinn segir, að endurskoða þurfi allt bankakerfi heimsins til að koma í veg fyrir að markaðsumrót á borð við það sem nú ríkir endurtaki sig.

Tölur bankans um áætlað tap af bankakreppunni eru nú tvöfalt hærri en í síðustu skýrslu bankans. Englandsbanki segir þó mögulegt að þegar frá líður muni tapið minnka.

Englandsbanki áætlar að breskir bankar hafi tapað 122,6 milljörðum punda, jafnvirði 23 þúsund milljörðum króna, á útlánum til fyrirtækja eða skuldabréfum sem tryggð voru með fasteignaveðum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK