Fjármálakreppan hefur þegar kostað 340 þúsund milljarða

Höfuðstöðvar Englandsbanka.
Höfuðstöðvar Englandsbanka. Reuters

Fjár­málakrepp­an hef­ur þegar kostað banka og fjár­mála­stofn­an­ir í heim­in­um öll­um 2800 millj­arða dala, jafn­v­irði um 340 þúsund millj­arða ís­lenskra króna. Þetta er mat Eng­lands­banka, sem hef­ur sent frá sér skýrslu um málið.

Bank­inn seg­ir, að end­ur­skoða þurfi allt banka­kerfi heims­ins til að koma í veg fyr­ir að markaðsumrót á borð við það sem nú rík­ir end­ur­taki sig.

Töl­ur bank­ans um áætlað tap af bankakrepp­unni eru nú tvö­falt hærri en í síðustu skýrslu bank­ans. Eng­lands­banki seg­ir þó mögu­legt að þegar frá líður muni tapið minnka.

Eng­lands­banki áætl­ar að bresk­ir bank­ar hafi tapað 122,6 millj­örðum punda, jafn­v­irði 23 þúsund millj­örðum króna, á út­lán­um til fyr­ir­tækja eða skulda­bréf­um sem tryggð voru með fast­eigna­veðum.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK