Geysirgate: Dularfulla bréfið

Bréfið sem sent var til breska fjármálaráðuneytisins.
Bréfið sem sent var til breska fjármálaráðuneytisins.

Las Alistair Darling þetta bréf?

Þessarar spurningar er spurt í svonefndum Alphaville bloggdálki á vefsíðu breska viðskiptablaðsins Financial Times í dag. Er vísað í bréf, sem íslenska viðskiptaráðuneytið sendi til breska fjármálaráðuneytisins 5. október þar sem fjallað er um ábyrgðir tryggingarsjóðs innlána á innistæðum á Icesave-reikningum Landsbankans.

Síðan segir:

„Afrit af þessu bréfi gengur nú milli manna á Íslandi. Ef það er ósvikið styður það að nokkru leyti fullyrðingar Íslendinga um að þeir hafi gefið loforð um að vernda breskar innistæður í Icesave reikningum Landsbankans.  

Útskrift af samtali Darling fjármálaráðherra og íslenska fjármálaráðherrans Árna M. Mathiesen sem átti sér stað daginn áður en Bretland frysti íslensku innistæðurnar virðast einnig ganga í berhögg við þá afstöðu Bretlands að Ísland hafi lýst því yfir að það ætlaði ekki að standa við loforð sín.

Í útskriftinni vísar íslenski ráðherrann til bréfs:

Við höfum tryggingasjóð innlána samkvæmt Directivinu og hvernig hann starfar er útskýrt í bréfinu og sömuleiðis loforð stjórnvalda um stuðning við sjóðinn."

Afphaville

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK