Hækkun stýrivaxta mun ekki virka

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. mbl.is/Valdís

Jón Daníelsson, hagfræðingur hjá London School of Econmics, segir í grein á vef breska ríkisútvarpsins, að hækkun stýrivaxta Seðlabankans úr 12% í 18% muni ekki hafa tilætluð áhrif.  Segir Jón að háir stýrivextir Seðlabankans undanfarna mánuði hafi haft skaðleg áhrif og leitt til þeirrar kreppu sem nú ríki. Þess vegna sé afar óheppilegt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sett það sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð að vextirnir yrðu hækkaðir. 

Jón segir, að í litlu hagkerfi likt og á Íslandi, hvetji háir vextir bæði innlend fyrirtæki og heimili til að taka lán í erlendum gjaldmiðli og einnig laði það að gjaldeyrisspákaupmenn.  

Þetta hafi leitt til mikils innflæðis erlends gjaldmiðils, hækkunar gengis krónunnar og brugðið upp tálsýn um auðæfi. Spákaupmenn og lántakendur hafi hagnast á vaxtamun milli Íslands og annarra landa og einnig á gengisskráningunni. Þetta hafi örvað hagvöxt og verðbólgu og við því hafi Seðlabankinn brugðist með því að hækka stýrivexti. 

Á endanum hafi myndast bóla vegna samspils innlendra vaxta og innstreymis erlends gjaldmiðils. Gengi krónunnar hafi ekki verið í neinu samhengi við efnahagsgrunninn og því hefði hratt gengisfall krónunnar verið óhjákvæmilegt. 

„Seðlabankanum hefði átt að vera þetta ljóst en hann missti af nokkrum góðum tækifærum til að koma í veg fyrir gengishækkun og byggja upp gjaldeyrisvarasjóð.

Í ljósi hins skaðlega hlutverks, sem háir vextir léku í atburðarásinni í aðdraganda kreppunnar, er afar óheppilegt að IMF setji m.a. það skilyrði  að vextir séu háir. Þetta er reyndar sama stefnan, og olli töluverðum skaða í fyrri björgunargerðum sjóðsins, svo sem í Asíukreppunni," segir Jón.

Grein Jóns Daníelssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka