Bandaríska dagblaðið The Christian Science Monitor, sem gefið er út í Boston í Massachusetts, hefur ákveðið að leggja niður prentútgáfu sína á næsta ári og gefa blaðið aðeins út á netinu.
The Christian Science Monitor kom fyrst út árið 1908 og var þá gefið út af stofnanda sértrúarsafnaðar, The First Church of Christ, Scientist. Það er meðal virtustu dagblaða í Bandaríkjunum og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir fréttaumfjöllun um alþjóðleg málefni.
John Yemma, ritstjóri blaðsins, segir að tilgangurinn sé að draga úr kostnaði við útgáfu blaðsins, sem hefur lengi átt við fjárhagsörðugleika að etja.
Til stendur að hætta daglegri prentútgáfu blaðsins í apríl og eftir það verður aðeins prentuð helgarútgáfa. Yemma segir að með því að einbeita sér að fréttaflutningi á netinu muni rekstarkostnaður minnka og líklega verði starfsfólki sagt upp.