Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur

mbl.is/Ómar

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 6 prósentur í 18%. Bankinn lækkaði nýlega vextina um 3,5 prósentur, úr 15,5% í 12%. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að færð verði rök fyrir ákvörðun bankans klukkan 11.

Sérfræðingar telja, að vaxtahækkunin sé að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem náði bráðabirgðasamkomulagi við íslensk stjórnvöld sl. föstudag um að lána íslenska ríkinu 2 milljarða dala.

Sky fréttastofan hefur eftir breskum sérfræðingum að vaxtahækkunin komi á óvart í ljósi lækkunarinnar nýlega en nú sé mikilvægast að íslensk stjórnvöld varpi ljósi á hvert eðlilegt gengi íslensku krónunnar sé. 

Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti 15. þessa mánaðar vöruðu hagfræðingar við því. Gylfi Magnússon, dósent í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sagði m.a. að gengisfall krónunnar væri að öllu jöfnu mjög verðbólguhvetjandi. Það gæti verið mjög hættulegt að hafa vexti undir  verðbólgustigi og slíkt gæti endað í mjög mikilli verðbólgu.

Fram kom í gær að vísitala neysluverðs hækkaði um rúm 2% í október og 12 mánaða verðbólga er nú 15,9%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK