Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur

mbl.is/Ómar

Banka­stjórn Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka stýri­vexti um 6 pró­sent­ur í 18%. Bank­inn lækkaði ný­lega vext­ina um 3,5 pró­sent­ur, úr 15,5% í 12%. Í til­kynn­ingu frá Seðlabank­an­um seg­ir að færð verði rök fyr­ir ákvörðun bank­ans klukk­an 11.

Sér­fræðing­ar telja, að vaxta­hækk­un­in sé að kröfu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem náði bráðabirgðasam­komu­lagi við ís­lensk stjórn­völd sl. föstu­dag um að lána ís­lenska rík­inu 2 millj­arða dala.

Sky frétta­stof­an hef­ur eft­ir bresk­um sér­fræðing­um að vaxta­hækk­un­in komi á óvart í ljósi lækk­un­ar­inn­ar ný­lega en nú sé mik­il­væg­ast að ís­lensk stjórn­völd varpi ljósi á hvert eðli­legt gengi ís­lensku krón­unn­ar sé. 

Þegar Seðlabank­inn lækkaði stýri­vexti 15. þessa mánaðar vöruðu hag­fræðing­ar við því. Gylfi Magnús­son, dós­ent í viðskipta- og hag­fræðideild Há­skóla Íslands, sagði m.a. að geng­is­fall krón­unn­ar væri að öllu jöfnu mjög verðbólgu­hvetj­andi. Það gæti verið mjög hættu­legt að hafa vexti und­ir  verðbólgu­stigi og slíkt gæti endað í mjög mik­illi verðbólgu.

Fram kom í gær að vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um rúm 2% í októ­ber og 12 mánaða verðbólga er nú 15,9%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK