Tvö bindandi tilboð hafa borist í danska lággjaldaflugfélagið Sterling, að sögn markaðsstjóra félagsins. Reiknað er með að gengið verði frá sölu félagsins fyrir vikulokin.
Danski fréttavefurinn Take Off hefur eftir Michael T. Hansen, markaðsstjóra Sterling, að þessir hugsanlegu kaupendur geti reitt fram kaupverðið og ætli að reka félagið áfram. Lögmenn og stjórn Sterling séu nú að yfirfara tilboðin.