Vaxtahækkun vegna IMF

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, gerir grein fyrir vaxtahækkun bankans …
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, gerir grein fyrir vaxtahækkun bankans í dag. mbl.is/Kristinn

Í sam­komu­lagi milli Íslands og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem lagt verður fyr­ir fram­kvæmda­stjórn sjóðsins til staðfest­ing­ar á næstu dög­um, felst m.a. að Seðlabank­inn skuli þá hafa hækkað stýri­vexti í 18%, eins og nú hef­ur verið gert. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi Seðlabank­ans í dag.  

Í grein­ar­gerð banka­stjórn­ar Seðlabank­ans nú seg­ir, að  stýri­vext­ir bank­ans hafi verið lækkaðir 15. þessa mánaðar í 12%. Sú ákvörðun hafi verið rök­studd með breytt­um aðstæðum í ís­lensk­um efna­hags­bú­skap. Sam­drátt­ur væri þegar orðinn nokk­ur og meiri framund­an og eft­ir­spurn og vænt­ing­ar hefðu hríðfallið.

Síðan seg­ir:

„Í liðinni viku gerði rík­is­stjórn­in sam­komu­lag við sendi­nefnd Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Í sam­komu­lag­inu, sem lagt verður fyr­ir fram­kvæmda­stjórn hans til staðfest­ing­ar á næstu dög­um, felst m.a. að Seðlabank­inn skuli þá hafa hækkað stýri­vexti í 18% sem nú hef­ur verið gert. Við þá ákvörðun er vísað til þess að við hrun banka­kerf­is­ins og harka­leg­ar ytri aðgerðir sem í kjöl­farið fylgdu lamaðist gjald­eyr­is­markaður þjóðar­inn­ar á svip­stundu. Þótt aðstæður hafi síðan lag­ast nokkuð eru tak­mark­an­ir á gjald­eyrisviðskipt­um óhjá­kvæmi­leg­ar.

Mik­il­vægt er að koma gjald­eyrisviðskipt­um á ný í eðli­legt horf og styðja við gengi krón­unn­ar. Þótt raun­gengið sé nú mun lægra en fær staðist til lengd­ar er talið óhjá­kvæmi­legt að styrkja grund­völl krón­unn­ar á gjald­eyr­is­markaði með aðhalds­sömu vaxta­stigi þegar höml­ur á gjald­eyrisviðskipt­um verða af­numd­ar í áföng­um. Nei­kvæðir raun­vext­ir gætu veikt þann grund­völl. Sam­drátt­ur eft­ir­spurn­ar mun leiða til þess að af­gang­ur mynd­ast fljótt á vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um við út­lönd. Fram­leiðslu­slaki og jafn­vægi eða af­gang­ur í ut­an­rík­is­viðskipt­um munu stuðla að hækk­un á gengi krón­unn­ar að því til­skildu að traust hafi skap­ast á gjald­eyr­is­markaði. Gangi spár eft­ir verða stýri­vext­ir lækkaðir í sam­ræmi við hratt lækk­andi verðbólgu."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK