Olíuverð snarhækkar

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu snarhækkaði á heimsmarkaði í dag í kjölfar hækkunar á verði hlutabréfa um allan heim. Þannig hækkaði verð á hráolíu á markaði í New York um 4,77 dali tunnan og er 67,50 dalir. Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 5,18 dali og er 65,47 dalir tunnan.

Það hafði einnig áhrif á olíuverðið að tölur um eldsneytisbirgðastöðu í Bandaríkjunum sýndi, að hráolíubirgðirnar hafa ekki aukist eins mikið og sérfræðingar höfðu spáð. Þá hafa bensínbirgðir minnkað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK