Verð á hráolíu snarhækkaði á heimsmarkaði í dag í kjölfar hækkunar á verði hlutabréfa um allan heim. Þannig hækkaði verð á hráolíu á markaði í New York um 4,77 dali tunnan og er 67,50 dalir. Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 5,18 dali og er 65,47 dalir tunnan.
Það hafði einnig áhrif á olíuverðið að tölur um eldsneytisbirgðastöðu í Bandaríkjunum sýndi, að hráolíubirgðirnar hafa ekki aukist eins mikið og sérfræðingar höfðu spáð. Þá hafa bensínbirgðir minnkað.