SAS vill flytja farþega Sterling heim

Norræna flugfélagið SAS býðst til að flytja farþega danska lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem eru strandaglópar í útlöndum, heim án endurgjalds. Gengi hlutabréfa SAS hefur hækkað um 28% í norrænum kauphöllum í morgun vegna gjaldþrots Sterling, sem hefur verið helsti keppinautur SAS.

SAS segir, að í fyrstu lotu ætli félagið að flytja þær áhafnir flugvéla Sterling heim, sem eru strandaglópar í öðrum löndum. Síðan sé unnið að því að finna leiðir til að flytja farþega á vegum Sterling heim.

Ekki er ljóst hve margir farþegar eru á vegum Sterling í ferðum utan Danmerkur. 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK