SAS vill flytja farþega Sterling heim

Nor­ræna flug­fé­lagið SAS býðst til að flytja farþega danska lággjalda­flug­fé­lags­ins Sterl­ing, sem eru strandaglóp­ar í út­lönd­um, heim án end­ur­gjalds. Gengi hluta­bréfa SAS hef­ur hækkað um 28% í nor­ræn­um kaup­höll­um í morg­un vegna gjaldþrots Sterl­ing, sem hef­ur verið helsti keppi­naut­ur SAS.

SAS seg­ir, að í fyrstu lotu ætli fé­lagið að flytja þær áhafn­ir flug­véla Sterl­ing heim, sem eru strandaglóp­ar í öðrum lönd­um. Síðan sé unnið að því að finna leiðir til að flytja farþega á veg­um Sterl­ing heim.

Ekki er ljóst hve marg­ir farþegar eru á veg­um Sterl­ing í ferðum utan Dan­merk­ur. 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK