Atvinnuleysi í Danmörku var 1,6% í september sem er töluvert minna en búist hafði verið við. Atvinnulausum fækkaði meira að segja um 300 frá því í ágúst samkvæmt vef business.dk.
Aðalhagfræðingur Handelsbanken, Jes Asmussen, segir minnkandi atvinnuleysi koma verulega á óvart. Það sé stórmerkilegt að vinnumarkaðurinn virðist geta staðist minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli bæði á heimaslóðum og alþjóðlega.
Nordea Markets telur skýringuna líklega vera að fyrirtæki séu enn hikandi í uppsögnum vegna reynslu af skorti á vinnuafli undanfarin ár.
Búist sé við atvinnulausir verði allt að 100.000 manns eða um 3,5% í lok ársins 2010.