Fengu verðbréfafyrirtæki ókeypis

Fyrrum starfsmenn verðbréfafyrirtækis Glitnis í Noregi hafa tryggt sér áframhaldandi atvinnu með því að kaupa fyrirtækið. Norskir fjölmiðlar segja, að starfsfólkið hafi komið því þannig fyrir að það þurfi ekkert að greiða fyrir kaupin.

Starfsfólkið, sem er 51 að tölu, keypti fyrirtækið af skilanefnd Glitnis fyrir 50 milljónir norskra króna, jafnvirði 890 milljóna íslenskra króna.  Í næstu lotu var helmingur félagins seldur til RS Platou - fyrir 50 milljónir króna.

Finansavisen segir, að þar með hafi starfsmennirnir eignast hálft verðbréfafyrirtæki án þess að greiða krónu fyrir.

Blaðið segir að þessi niðurstaða hafi verið áformuð þegar starfsmennirnir tóku fyrirtækið yfir. Enginn yfirmanna félagsins vildi tjá sig um málið við blaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK