Hlutabréf hækkuðu í verði í kauphöllinni á Wall Street í kvöld en fjárfestar vonast til að vaxtalækkun bandaríska seðlabankans í gær muni örva þarlent atvinnulíf.
Olíuverð lækkaði hins vegar á ný eftir nokkra hækkun í gær. Í New York lækkaði verð á tunnu af hráolíu um 1,54 dali og er 65,96 dalir. Brent Norðursjávarolía lækkaði um 1,76 dali á markaði í Lundúnum og er 63,71 dalur.
Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,14% í dag og er nú 9182 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,51% og er 1698 stig. Gengi hlutabréfa deCODE hækkaði um 12% og er 28 sent.