Keðjuverkun vegna gjaldþrots Sterling

Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli.
Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli. mbl.is/GSH

Gjaldþrot danska lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í íslenskri eigu, hefur haft í för með sér keðjuverkun. Í dag óskaði danskt dótturfélag Menzies Aviation, sem sér um innritun farþega á flugvöllum, eftir gjaldþrotaskiptum en um 70% af starfsemi þess í Danmörku tengdist flugi Sterling.

Að sögn fréttavefjar Børsen misstu 200 starfsmenn Menzies vinnuna en hugsanlega geta þeir fengið vinnu hjá keppinautnum Novia, sem sér um innritun fyrir norska lággjaldaflugfélagið Norwegian Air. Norska félagið gekk á lagið í gær eftir gjaldþrot Sterling og tilkynnti að það myndi hefja flug á 11 nýjum flugleiðum frá Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn. 

Gjaldþrot Sterling var einnig áfall fyrir  LSG Sky Chef, sem sá um veitingar um borð í vélum félagsins.  LSG, sem er í eigu þýska flugfélagsins Lufthansa, er með 750 manns í vinnu í Danmörku og talsmaður félagsins segist óttast að fækka þurfi starfsfólki þar verulega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka