Lítill áhugi á kaupum á FIH

Lít­ill áhugi er sagður vera inn­an nor­ræna stór­banka á að kaupa danska bank­ann FIH Er­hvervs­bank, sem er í eigu Kaupþings og var sett­ur að veði fyr­ir 500 millj­óna evra láni Seðlabank­ans til Kaupþings skömmu áður en ís­lenski bank­inn féll. Það jafn­gild­ir tæp­um 90 millj­örðum ís­lenskra króna. FIH lækkaði af­komu­áætlun sína fyr­ir árið í dag.

Danska viðskipta­blaðið Bør­sen seg­ir í dag, að sænski bank­inn SEB sé sá eini, sem enn sýni FIH áhuga. Fyr­ir hálf­um mánuði var danski bank­inn met­inn  á  7 millj­arða danskra króna, jafn­v­irði 140 millj­arða ís­lenskra króna, en að sögn Bør­sen tel­ur fjár­fest­ing­ar­bank­inn JP Morg­an nú að raun­hæft verð nú sé um 2 millj­arðar danskra króna, jafn­v­irði 41 millj­arðs ís­lenskra króna.

Bør­sen seg­ir, að dansk­ir líf­eyr­is­sjóðir og fjár­fest­ing­ar­sjóðirn­ir JC Flowers og Nordic Capital hafi skoðað sam­eig­in­lega yf­ir­töku á FIH.

Stjórn­end­ur FIH Er­hvervs­bank segja í árs­fjórðungs­upp­gjöri, sem birt er í dag, að bank­inn muni kom­ast í gegn­um fjár­málakrepp­una án vanda­mála og lausa­fjárstaða bank­ans sé góð. Af­komu­áætlun fyr­ir árið hef­ur hins veg­ar verið lækkuð úr 800 millj­ón­um danskra króna í 6-700. Það sem af er ár­inu nem­ur hagnaður bank­ans eft­ir skatta 471 millj­ón danskra króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK