Mesti hagnaður sögunnar

Bensínstöð Exxon í Richmond í Virginíu.
Bensínstöð Exxon í Richmond í Virginíu. AP

Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil Corp., stærsta almenningshlutafélag heims, sló eigið met í hagnaði bandarísks fyrirtækis á nýliðnum ársfjórðungi þegar hagnaðurinn var 14,83 milljarðar dala, jafnvirði  1730 milljarða króna. Er það 33% meira en verg landsframleiðsla Íslands.

Verð á hráolíu var í hámarki í júlí í sumar og það endurspeglast í afkomu ExxonMobile. Hagnaður félagsins jókst um nærri 58% miðað við sama tímabil á síðasta ári og tekjurnar námu 137,7 milljörðum dala, jukust um 35%. Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaður ExxonMobile 11,68 milljörðum dala sem þá var met. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK