Seðlabankinn reynir að efla gjaldeyrismarkað

mbl.is/Ómar

Seðlabankinn hvetur útflytjendur og aðra, sem eiga gjaldeyri, eindregið  til að bjóða hann til sölu á tilboðsmarkaðnum, sem Seðlabankinn hefur komið á fót.

Við­skipti á millibankamarkaði með gjaldeyri lögðust af þegar viðskiptabankarnir féllu en á þeim markaði sinntu stóru við­skipta­bank­arnir þrír hlutverki viðskiptavaka samkvæmt reglum um tíðni tilboða, verðmyndun og fleira.

Í staðinn kom Seðlabankinn upp svonefndum tilboðs­markaði fyrir gjaldeyri. Á þeim markaði eru fleiri fjár­málafyrirtæki en við fyrri skipan en taka ekki á sig skyldur viðskiptavaka. Niður­stöður um viðskipti og verð eru birtar daglega á heimasíðu Seðlabankans.

Bankinn segir á heimasíðu sinni í dag, að ætla megi, að unnt sé að auka veltu og styrkja verðmyndun á tilboðsmarkaðnum.  Verðmyndun utan tilboðsmarkaðar sé til þess fallin að seinka heilbrigðum viðskipta­háttum með gjaldeyri og skaða tilraunir til að koma þeim í eðlilegt horf. Auk þess séu utanmarkaðsviðskipti ógagnsæ og áhættusöm.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK