Seðlabankinn reynir að efla gjaldeyrismarkað

mbl.is/Ómar

Seðlabank­inn hvet­ur út­flytj­end­ur og aðra, sem eiga gjald­eyri, ein­dregið  til að bjóða hann til sölu á til­boðsmarkaðnum, sem Seðlabank­inn hef­ur komið á fót.

Við­skipti á milli­banka­markaði með gjald­eyri lögðust af þegar viðskipta­bank­arn­ir féllu en á þeim markaði sinntu stóru við­skipta­bank­arn­ir þrír hlut­verki viðskipta­vaka sam­kvæmt regl­um um tíðni til­boða, verðmynd­un og fleira.

Í staðinn kom Seðlabank­inn upp svo­nefnd­um til­boðs­markaði fyr­ir gjald­eyri. Á þeim markaði eru fleiri fjár­mála­fyr­ir­tæki en við fyrri skip­an en taka ekki á sig skyld­ur viðskipta­vaka. Niður­stöður um viðskipti og verð eru birt­ar dag­lega á heimasíðu Seðlabank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK