Segja stöðu Samherja sterka

Vilhelm Þorsteinsson EA, eitt skipa Samherja.
Vilhelm Þorsteinsson EA, eitt skipa Samherja.

Samherji á Akureyri fjallar um stöðu fyrirtækisins á heimasíðu sinni í dag. Þar segir að Samherji, eins og önnur fyrirtæki á Íslandi, hafi
ekki farið varhluta af því erfiða efnahagsástandi sem hér ríki. Þessar aðstæður hafi þó ekki haft jafn mikil áhrif á rekstur Samherja og margra annarra fyrirtækja hér á landi.

Fram kemur að mikil hagræðing hafi orðið hjá fyrirtækinu undanfarin ár og verulega bætt afkoma erlendrar starfsemi styrkir það til að takast á við þau verkefni  í breyttu rekstrarumhverfi.

„Allt frá árinu 2006 hefur íslenska krónan verið mjög sterk og óhagstæð útflutningsgreinum.  Við þessar aðstæður hefur Samherji hægt á fjárfestingum, selt eignir og  hagrætt í rekstrinum. Því er fyrirtækið undir það búið að mæta þeim erfiðleikum sem nú steðja að. Undanfarnar vikur hefur síðan verið unnið sleitulaust að því að aðlaga reksturinn að breyttum aðstæðum hér á landi og á mörkuðum okkar erlendis. Helstu viðfangsefni á því sviði tengjast greiðsluflæði til og frá fyrirtækinu og samstarfsfyrirtækjum þess. Staðan á heimsmarkaði er vissulega viðkvæm og  í raun getur enginn sagt til um þróunina næstu mánuði. Núverandi staða Samherja er þó sterk og félagið í stakk búið til að standa af sér þá erfiðleika sem að steðja," segir á heimasíðu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK