Fagna nýrri verslun

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í Bretlandi og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, voru meðal þeirra sem fögnuðu því í Lundúnum í gærkvöldi að ný verslunarmiðstöð var opnuð þar í borg. Meðal verslana í miðstöðinni í Westfield er House of Fraser sem er í meirihluta  eigu Baugs.

Segir á vefnum drapersonline.com að þeir Jón Ásgeir og Gunnar hafi ekki sést mikið opinberlega í borginni frá hruni íslensku bankanna fyrr í mánuðinum.

Gunnar sagði í samtali við Drapers að ákveðin biðstaða væri í gangi og að staða Baugs væri óljós á meðan ekki lægi fyrir hvað myndi gerast í íslensku efnahagslífi. „Þetta getur ekki staðið yfir í mánuð eða mánuði," sagði Gunnar. Hann bætti við að Baugur ætti í tuttugu félögum. Sum þeirra standi betur en önnur.

Westfield verslanamiðstöðin er í vesturhluta London og hýsir 265 verslanir.

Á vef Baugs kemur fram að auk House of Fraser munu Karen Millen, Oasis og All Saints – allt verslanir að hluta til í eigu Baugs, einnig opna í stærstu verslunarmiðstöð Evrópu, Westfield verslunarmiðstöðinni. 

„Þetta er fjórða verslun HoF síðan Highland Group Holdings eignaðist félagið í nóvember 2006. Meðal þeirra eru verslanirnar í High Wycombe í Belfast á Írlandi og í Cabot Cirkus í Bristol.

Síðan nýir eigendur tóku við hefur stjórn fyrirtækisins mótað langtímastefnu, sem felur í sér fjárfestingar í verslunum og vörumerkjum. Einnig er lögð áhersla á betri þjónustu við viðskiptavininn og rekstrarhagræðingu," samkvæmt vef Baugs. 

Sjá nánar og myndir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK