Fagna nýrri verslun

00:00
00:00

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, stjórn­ar­formaður Baugs í Bretlandi og Gunn­ar Sig­urðsson, for­stjóri Baugs, voru meðal þeirra sem fögnuðu því í Lund­ún­um í gær­kvöldi að ný versl­un­ar­miðstöð var opnuð þar í borg. Meðal versl­ana í miðstöðinni í West­field er Hou­se of Fraser sem er í meiri­hluta  eigu Baugs.

Seg­ir á vefn­um dra­per­son­line.com að þeir Jón Ásgeir og Gunn­ar hafi ekki sést mikið op­in­ber­lega í borg­inni frá hruni ís­lensku bank­anna fyrr í mánuðinum.

Gunn­ar sagði í sam­tali við Dra­pers að ákveðin biðstaða væri í gangi og að staða Baugs væri óljós á meðan ekki lægi fyr­ir hvað myndi ger­ast í ís­lensku efna­hags­lífi. „Þetta get­ur ekki staðið yfir í mánuð eða mánuði," sagði Gunn­ar. Hann bætti við að Baug­ur ætti í tutt­ugu fé­lög­um. Sum þeirra standi bet­ur en önn­ur.

West­field versl­anamiðstöðin er í vest­ur­hluta London og hýs­ir 265 versl­an­ir.

Á vef Baugs kem­ur fram að auk Hou­se of Fraser munu Kar­en Millen, Oasis og All Saints – allt versl­an­ir að hluta til í eigu Baugs, einnig opna í stærstu versl­un­ar­miðstöð Evr­ópu, West­field versl­un­ar­miðstöðinni. 

„Þetta er fjórða versl­un HoF síðan High­land Group Hold­ings eignaðist fé­lagið í nóv­em­ber 2006. Meðal þeirra eru versl­an­irn­ar í High Wycom­be í Belfast á Írlandi og í Ca­bot Cirk­us í Bristol.

Síðan nýir eig­end­ur tóku við hef­ur stjórn fyr­ir­tæk­is­ins mótað lang­tíma­stefnu, sem fel­ur í sér fjár­fest­ing­ar í versl­un­um og vörumerkj­um. Einnig er lögð áhersla á betri þjón­ustu við viðskipta­vin­inn og rekstr­ar­hagræðingu," sam­kvæmt vef Baugs. 

Sjá nán­ar og mynd­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK