Hvergi í heiminum meiri lækkun en hér

Frá Kauphöll Íslands.
Frá Kauphöll Íslands. Reuters

Hvergi í heiminum hafa hlutabréfavísitölur lækkað jafn mikið í október og hér á landi. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að íslensku bankarnir duttu út úr Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands um miðjan mánuðinn og við það lækkaði vísitalan um 76%.

Á vefsíðu danska blaðsins Dagens Næringsliv er í dag birtur listi yfir mesta verðfall í kauphöllum í október. Íslenska úrvalsvísitalan hefur samkvæmt því lækkað um 81,2% í mánuðinum en þar á eftir fylgja hlutabréfavísitölurnar í Lima í Perú, sem hefur lækkað um 39,5%, og Buenos Aires í Argentínu, um 39,1%.

Vísitölur hafa runar aðeins hækkað í tveimur kauphöllum, í Ekvador, um 2,5% og Pakistan þar sem vísitalan er í örlitlum plús.

Listinn yfir mestu lækkunina er eftirfarandi:

OMX Íslandi,  -81, 2%
Perú -39,5%
Argentína -39,1%
Sofix vísitalan í Búlgaríu -38,4%
RTS vísitalan í Rússlandi -38,1%
Bucharesti vísitalan í Rúmeníu -34,2 %
Case 30 vísitalan í Egyptalandi -33,2%
Belex15 vísitalan Serbíu -33%
PFTS vísitalan, Úkraínu -32,6%
Jakarta vísitalan Indónesíu-31,4%.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK