Verulegur samdráttur í fasteignasölu

Verulega hefur dregið úr fasteignaviðskiptum á landinu.
Verulega hefur dregið úr fasteignaviðskiptum á landinu. mbl.is/Frikki

Alls var 59 kaup­samn­ing­um þing­lýst á höfuðborg­ar­svæðinu 24. októ­ber til og með 30. októ­ber. Heild­ar­velt­an var 1.628 millj­ón­ir króna en í vik­unni 26. októ­ber til 1. nóv­em­ber í fyrra var heild­ar­velt­an 4.622 millj­ón­um meiri eða 6.250 millj­ón­ir króna. Síðustu fjór­ar vik­ur hef­ur 267 kaup­samn­ing­um verið þing­lýst á höfuðborg­ar­svæðinu en á sama tíma­bili í fyrra voru þeir 800 tals­ins, 533 fleiri en nú.

Í vik­unni sem er að líða voru 50 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 6 samn­ing­ar um sér­býli og 3 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Meðal­upp­hæð á samn­ing var 27,6 millj­ón­ir króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fast­eigna­mati rík­is­ins.

Eng­in fast­eign seld á Ak­ur­eyri

Á sama tíma var eng­um kaup­samn­ingi þing­lýst á Ak­ur­eyri.

Á sama tíma var 4 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu. Þar af var 1 samn­ing­ur um eign­ir í fjöl­býli og 3 samn­ing­ar um sér­býli. Heild­ar­velt­an var 72 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 18,1 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK