Vöruskiptin hagstæð í september

Útflutningur áls hefur aukist mikið síðustu mánuði.
Útflutningur áls hefur aukist mikið síðustu mánuði. mbl.is/ÞÖK

Vörur voru fluttar út í septembermánuði   fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 42,4 milljarða krón. Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 7,8 milljarða króna. Í september 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,8 milljarða króna á sama gengi.

Fram kemur í ritinu Landshögum, sem Hagstofan gaf út í dag, að frá árinu 1998 hefur vöruskiptajöfnuður sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verið neikvæður fyrir utan árið 2002 en þá var hann 1,61%.

Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar voru fyrstu níu mánuðina 2008   fluttar út vörur fyrir 322,6 milljarða króna en inn fyrir 365,1 milljarð króna.  Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 42,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 95,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 53 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Nú liggja fyrir nýjar upplýsingar um verslun með flugvélar við útlönd fyrir þriðja ársfjórðung. Helstu áhrif þeirra eru að tölur fyrir september sýna 7,8 milljarða króna afgang á vöruskiptum í stað þess að vöruskiptin væru í járnum eins og bráðabirgðatölur fyrir september gáfu til kynna. Hins vegar eykst halli júlímánaðar.
 
Útflutningur
Fyrstu níu mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 54,1 milljarði eða 20,1% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 51,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 53,1% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 35,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,2% minna en á sama tíma árið áður.  Mest aukning var í útflutningi á áli en á móti kom samdráttur í útflutningi sjávarafurða, aðallega frystra flaka.

Innflutningur
Fyrstu níu mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 1 milljarði eða 0,3% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og á eldsneyti og smurolíum en á móti kom samdráttur í innflutningi á fjárfestingarvöru og flutningatækjum, aðallega flugvélum og fólksbílum.

Tilkynning Hagstofunnar

Landshagir 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK