Landsbankinn rýrnaði mest

Af viðskiptavinum í peningamarkaðssjóðum bankanna þriggja sem ríkið hefur yfirtekið tapa viðskiptavinir Landsbankans mest. Þeir sem áttu í peningamarkaðssjóði bankans í íslenskum krónum fengu greitt út sem nemur 68,8 prósentum af eignum hans. Það þýðir að þeir hafa tapað um þriðjungi þeirrar eignar sem þeir áttu í sjóðnum áður en honum var lokað.

Glitnir tilkynnti greiðslur úr sínum peningamarkaðssjóði, Sjóði 9, á fimmtudag. Samanlögð rýrnun eigna þeirra sem áttu í sjóðnum frá 29. september, þegar honum var fyrst lokað, var tæplega 21 prósent. Þann dag var töluvert af skuldabréfum frá Stoðum, áður FL Group, í sjóðnum en Stoðir eru í greiðslustöðvun. Þegar Sjóður 9 var opnaður aftur til skamms tíma þann 1. október hafði Glitnir keypt öll bréf Stoða út úr honum. Þann 30. júní síðastliðinn skulduðu Stoðir Sjóði 9 18,4 milljarða króna. Það eru síðustu opinberu upplýsingar sem liggja fyrir um samsetningu sjóðsins. Glitnir hefur ekki viljað upplýsa hvert útgreiðsluhlutfallið hefði verið ef Stoðabréfin hefðu ekki verið keypt út.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK