Mest áhætta á Íslandi

Ísland er það ríki þar sem áhættumest er að fjárfesta, samkvæmt lista Credit Suisse. Segir í frétt Seattle Times að það komi engum á óvart að Ísland sé efst á listanum enda hafi bankakerfi landsins hrunið.

Röðun á lista fer eftir stöðu mála í viðkomandi landi þegar hann er settur saman svo sem skuldir og eignir landsins og hvort vöruskiptin séu hagstæð.

Alls fékk Ísland 229 stig á áhættulistanum og var með flest stig af þeim 35 ríkjunum sem skoðuð voru. Samkvæmt listanum fylgir meiri áhætta því að fjárfesta í Bandaríkjunum heldur en í Brasilíu, Indlandi og Kína. En það er öruggara að fjárfesta í Bandaríkjunum heldur en í Bretlandi.  


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka