Mest áhætta á Íslandi

Ísland er það ríki þar sem áhættu­mest er að fjár­festa, sam­kvæmt lista Cred­it Suis­se. Seg­ir í frétt Seattle Times að það komi eng­um á óvart að Ísland sé efst á list­an­um enda hafi banka­kerfi lands­ins hrunið.

Röðun á lista fer eft­ir stöðu mála í viðkom­andi landi þegar hann er sett­ur sam­an svo sem skuld­ir og eign­ir lands­ins og hvort vöru­skipt­in séu hag­stæð.

Alls fékk Ísland 229 stig á áhættulist­an­um og var með flest stig af þeim 35 ríkj­un­um sem skoðuð voru. Sam­kvæmt list­an­um fylg­ir meiri áhætta því að fjár­festa í Banda­ríkj­un­um held­ur en í Bras­il­íu, Indlandi og Kína. En það er ör­ugg­ara að fjár­festa í Banda­ríkj­un­um held­ur en í Bretlandi.  


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK