Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tekur lánsumsókn Íslands
ekki fyrir á morgun eins og áður hefur verið greint frá. Lánsumsóknin
er á dagskrá framkvæmdastjórnarinnar á föstudag. Geir H. Haarde
forsætisráðherra segir að ákveðnar ástæður liggi að baki töfinni sem
hann geti ekki greint frá. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Geir segist hafa verið í sambandi við framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hafi tjáð honum að engir annmarkar séu á umsókn Íslands.