Norðmenn lána Íslendingum

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, …
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Golli

Norðmenn hafa ákveðið að lána Íslendingum fjóra milljarða norskra króna.Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum. Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, er á Íslandi og hefur hann rætt um það við íslensk stjórnvöld að Norðmenn miðli málum í deilunni við Breta.

Í tilkynningu frá norska fjármálaráðuneytinu kemur fram að Norðmenn muni lána Seðlabanka Íslands 500 milljónir evra, sem svarar til 4,25 milljarða norskra króna eða um 80 milljarða íslenskra króna. Lánið er til fimm ára. Jafnframt verða gjaldeyrisskiptasamningar milli seðlabanka Íslands og Noregs framlengdir út næsta ár.

Í skiptasamningi bankanna frá því í maí var Seðlabanka Íslands veitt heimild til þess að fá 500 milljónir evra að láni frá norska seðlabankanum. Þegar hafa Íslendingar fengið 200 milljónir evra af þeirri fjárhæð lánaða. Til stóð að samningurinn rynni út um næstu áramót en eins og áður sagði hefur hann verið framlengdur um eitt ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK