Víðfeðmt og vaxandi veldi Abramovitsj

Abramovitsj dvelst fyrst og fremst í London í kringum knattspyrnuleiki.
Abramovitsj dvelst fyrst og fremst í London í kringum knattspyrnuleiki. Reuters

Úrskurður dómara í Lundúnum dregur upp greinargóða mynd af yfirgripsmiklu eignasafni rússneska ólígarkans og milljarðamæringsins Roman Abramovitsj víða um lönd, svo sem á glæsisnekkjum, flugvélakosti og húseignum.

Þetta má finna í 134 blaðsíðna dómsúrskurði Christopher Clarke í nýjasta málinu af nokkrum fyrir enskum dómstólum þar sem farið er ofan í saumana á flóknum viðskiptasamningum rússnesku auðkýfinganna sem skipta tíma sínum milli Lundúna, Moskvu og meginlands Evrópu.

Samkvæmt frétt í

Fram kom að Abramovitsj verði meiri tíma í Rússlandi en annarsstaðar og viðskipti hans og persónuleg mál væru fyrst og fremst bundin Rússlandi. „Nánast allir þeir sem hann hefur átt viðskipti við í umræddum samningum hafa verið rússneskir," segir dómarinn.

Til að færa fram ítarleg lagarök fyrir útskurðinum fór dómarinn í saumana á einkalífi auðjöfursins, þar sem meðal annars eru listaðar upp aðskiljanlegar milljóna og milljarðaeignir, snekkjur, flugvélar og fleira af því tagi til að sýna fram á hversu viðskiptaveldi hans væri í reynd fjölþjóðlegt.

Abramovitsj er milljarðamæringur, staðhæfir dómarinn, og auðæfi hans eru slík að 30 milljónir punda sem hann varði í húseign í Knightbridge séu aðeins 0,5% af áætluðu virði hans.

Clarke segir að fyrir sjö árum hafi Abramovitsj átt vínekrusetur í Frakklandi, nokkrar fasteignir á Bretlandi og annarsstaðar snekkju, þotu og þyrlu.

Veldi í örum vexti 

Núna 2008 hefur veldið vaxið gífurlega, samkvæmt greinargerð dómarans. Nú sé hann hundruð milljóna dala virði og eignir hafa bæst við í Bretlandi, Frakklandi, Sardiníu, Bandaríkjunum ásamt St. Barts í Karabíahafinu að ógleymdu knattspyrnufélaginu Chelsea.

Ein húseignanna í Lundúnum, nánar tiltekið við Lowndes-torg í Knightsbridge hefur hann fest kaup á 8-9 íbúðum sem hann hyggst breyta í 150 milljóna punda húsnæði með skot- og  sprengjuheldum gluggum og sérstökum vistarverum fyrir þjónustulið og lífverði.

Húseignir ólígarkans í London og á Bretlandi er þó aðeins lítill hluti  af eignum hans á heimsvísu því að auk þeirra má nefna tvo skíðaskála í Colorado, villu á St. Barts, vínekrusetur í Frakklandi „sögufræga“ byggingu leigða af rússneskum stjórnvöldum og gamla húsið hans Leonid Brezhnevs í Moskvu.

Í greinargerðinni kemur fram að Abramovitsj er á stöðugum þönum um veldi sitt. Árið 2007 dvaldist hann að meðaltali aðeins hálfan annan dag á Bretlandi í einu og lengsta samfellda dvöl hans var 11 dagar,  þar sem hann sótti aðallega knattspyrnuleiki. Dómarinn hélt því fram að slíkar heimsóknir væru ekki af því tagi að þær bentu til að stefnt væri að fastri búsetu. Reyndar dvaldist Abramovitsj aðeins 57 daga í heild í Bretlandi árið 2007 og tengdust þeir nánast allir knattspyrnuleikjum, segir í greinargerð dómarans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK