Skilanefnd Kaupþings rannsakar hvort hundrað milljarðar króna hafi verið millifærðir inn á erlenda bankareikninga úr sjóðum Kaupþings rétt áður en bankinn var þjóðnýttur í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þar sagði að millifærslurnar hefðu vakið athygli starfsmanna skilanefndarinnar vegna tímasetningarinnar og þess hve háar þær voru. Engar skýringar lágu að baki millifærslunum.