Engin áform um að afskrifa lán til starfsmanna

Kaupþing.
Kaupþing. Reuters

Stjórn Nýja Kaupþings banka hf. vill taka fram eft­ir­far­andi vegna umræðna í fjöl­miðlum nú síðustu daga um lán­veit­ing­ar til starfs­manna gamla Kaupþings banka.  Við stofn­un hins nýja banka yf­ir­tók hann lán­veit­ing­ar til starfs­manna gamla bank­ans vegna kaupa þeirra á hluta­bréf­um í þeim banka.
 
Eng­in lán tengd­um hluta­bréfa­kaup­um hafa verið af­skrifuð og eng­in áform hafa verið eða eru uppi um það.  Um­fang þess­ara lán­veit­inga er þekkt í heild sinni og þeir aðilar sem hlut eiga að máli.  Enn­frem­ur liggja fyr­ir láns­samn­ing­ar ein­stakra lána og láns­kjör. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn Nýja Kaupþings. 

„Per­sónu­leg ábyrgð starfs­manna á lán­un­um var tak­mörkuð þegar sölu­rétt­ur var felld­ur niður á ár­inu 2005.  Per­sónu­leg ábyrgð starfs­manna var síðan al­farið felld niður í sept­em­ber 2008.  Stjórn Nýja Kaupþings banka hf hafði frum­kvæði að því að fá ut­anaðkom­andi álit lög­manns á því hvort ákvörðun frá því í sept­em­ber síðastliðnum væri rift­an­leg.   Þegar slík álits­gerð ligg­ur fyr­ir mun stjórn bank­ans inn­heimta kröf­urn­ar í sam­ræmi við það sem hér hef­ur verið rakið. 
 
Stjórn bank­ans hef­ur ekki tekið ákvörðun um annað en að haga inn­heimtu þess­ara lán­veit­inga með sam­bæri­leg­um hætti og gagn­vart öðrum viðskipta­vin­um bank­ans.  Hlutaðeig­andi starfs­menn bank­ans hafa jafn­framt óskað eft­ir því að farið verði með upp­gjör þess­ara lána með sam­bæri­leg­um hætti og gild­ir um aðra viðskipta­vini bank­ans," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK