Engin áform um að afskrifa lán til starfsmanna

Kaupþing.
Kaupþing. Reuters

Stjórn Nýja Kaupþings banka hf. vill taka fram eftirfarandi vegna umræðna í fjölmiðlum nú síðustu daga um lánveitingar til starfsmanna gamla Kaupþings banka.  Við stofnun hins nýja banka yfirtók hann lánveitingar til starfsmanna gamla bankans vegna kaupa þeirra á hlutabréfum í þeim banka.
 
Engin lán tengdum hlutabréfakaupum hafa verið afskrifuð og engin áform hafa verið eða eru uppi um það.  Umfang þessara lánveitinga er þekkt í heild sinni og þeir aðilar sem hlut eiga að máli.  Ennfremur liggja fyrir lánssamningar einstakra lána og lánskjör. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Nýja Kaupþings. 

„Persónuleg ábyrgð starfsmanna á lánunum var takmörkuð þegar söluréttur var felldur niður á árinu 2005.  Persónuleg ábyrgð starfsmanna var síðan alfarið felld niður í september 2008.  Stjórn Nýja Kaupþings banka hf hafði frumkvæði að því að fá utanaðkomandi álit lögmanns á því hvort ákvörðun frá því í september síðastliðnum væri riftanleg.   Þegar slík álitsgerð liggur fyrir mun stjórn bankans innheimta kröfurnar í samræmi við það sem hér hefur verið rakið. 
 
Stjórn bankans hefur ekki tekið ákvörðun um annað en að haga innheimtu þessara lánveitinga með sambærilegum hætti og gagnvart öðrum viðskiptavinum bankans.  Hlutaðeigandi starfsmenn bankans hafa jafnframt óskað eftir því að farið verði með uppgjör þessara lána með sambærilegum hætti og gildir um aðra viðskiptavini bankans," að því er segir í yfirlýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK