ESB lánar Ungverjum 6,5 milljarða evra

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna hafa samþykkt að veita Ungverjalandi 6,5 milljarða evra lán. Lánveitingin er hluti af björgunarpakka til þess að bjarga efnahag landsins. Er þetta í fyrsta skipti sem ESB veitir lán úr neyðarsjóð sem stofnaður var fyrir sex árum til þess að veita ríkjum innan sambandsins aðstoð í erfiðleikum.

Lánið er til fimm ára og er hluti af 25,1 milljarðs evra björgunarpakka Ungverjalands. Gjaldmiðill Ungverjalands hrundi í síðasta mánuði og er láninu ætlað að aðstoða stjórnvöld við að greiða skuldir sem fallnar eru á gjalddaga.

Fastlega er gert ráð fyrir því að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn samþykki á morgun að veita Ungverjum lánaheimild til sautján mánaða upp á 15,7 milljarða evra. Jafnframt mun Alþjóðabankinn lána Ungverjum 1,3 milljarða evra.  Ekki er talið að Ungverjaland þurfi að nýta sér lánaheimildir að fullu.

Yfirmaður evru-málefna hjá Evrópusambandinu, Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, hvatti í dag önnur Evrópusambandsríki til þess að hika ekki við að leita til ESB áður en leitað er eftir fjárhagsaðstoð hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK