Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Norskur olíuborpallur á Snorra-svæðinu í Norðursjó.
Norskur olíuborpallur á Snorra-svæðinu í Norðursjó.

Verð á hráolíu fór niður fyrir 63 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun. Skýrist lækkunin í morgun af svörtum efnahagshorfum í Bandaríkjunum og að allt útlit er fyrir minni eftirspurn eftir olíu í Kína.

Verð á hráolíu lækkaði um 1,24 dali tunnan í 62,62 dali í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í morgun. Lokaverðið í gærkvöldi var 63,91 dalur tunnan. Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í desember lækkað um 1,51 dal tunnan í morgun og er 58,94 dalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK