Stefnt er að því að halda fundi fljótlega á Íslandi þar sem fulltrúum banka og alþjóðlegum fjárfestum sem urðu fyrir barðinu á falli íslensku bankanna þriggja verður boðið að sitja. Ætlunin er með þessu að auka upplýsingaflæði til kröfuhafa og upplýsa þá um stöðu mála og uppbyggingu bankanna. Þetta kemur fram á vef Financial Times.
Hafa skilanefndir bankanna þriggja fengið Deloitte til þess að veita aðstoð við upplýsa lánadrottna um stöðu bankanna. Samkvæmt FT er stefnt að því að halda þrjá fundi með lánadrottnum á næstu vikum á Íslandi, einn fyrir hvern banka.