Mesti afgangur á vöruskiptum frá því mælingar hófust

Grein­ing Glitn­is seg­ir að 10,6 millj­arða króna af­gang­ur á vöru­skipt­um við út­lönd nú í októ­ber sé mesti af­gang­ur í ein­um mánuði síðan Hag­stofa tók að birta mánaðarleg­ar töl­ur um vöru­skipti árið 1989, en næst­mest­ur var af­gang­ur­inn í sept­em­ber síðastliðnum.

Það er fyrst og fremst inn­flutn­ings­hlið vöru­skipta sem skýr­ir þenn­an mikla af­gang, en inn­flutn­ing­ur í októ­ber var aðeins helm­ing­ur af því sem hann var fyr­ir ári síðan, reiknað á föstu gengi. Vöru­út­flutn­ing­ur nam 47 mö.kr. en inn­flutn­ing­ur 36,4 mö.kr. Ekki ligg­ur fyr­ir nein sund­urliðun á töl­un­um, en Hag­stof­an seg­ir að merki séu um aukið verðmæti út­fluttra sjáv­ar­af­urða og iðnaðar­vara en minni út­flutn­ing flug­véla og raun­ar flestra inn­fluttra vara miðað við mánuðinn á und­an.
 
Hag­stof­an bend­ir sér­stak­lega á að í töl­um þeirra sé miðað við af­hend­ingu vara en ekki greiðslu, og er sú áminn­ing vænt­an­lega til kom­in vegna þess að gjald­eyris­tekj­ur vegna út­flutn­ings hafa verið að skila sér seint og illa til lands­ins. Gjald­eyr­is­markaður hef­ur því ekki notið góðs af út­flutn­ings­tekj­um um­fram kostnað við inn­flutn­ing, að því  er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

„Lík­legt má telja að út­flytj­end­ur haldi marg­ir að sér hönd­um með að flytja gjald­eyris­tekj­ur sín­ar heim meðan óviss­an í geng­is­mál­um er jafn mik­il og nú er. Má ætla að tekj­urn­ar taki að skila sér bet­ur í heima­haga á næstu vik­um í kjöl­farið á birt­ingu aðgerðaáætl­un­ar IMF og rík­is­stjórn­ar og lán­veit­ingu sjóðsins og annarra er­lendra aðila."

Mun styðja við krónu

„Þess­ar töl­ur hljóta að telj­ast já­kvæð tíðindi í flóði nei­kvæðra frétta sem yfir hag­kerfið hafa flætt að und­an­förnu. Töl­urn­ar eru til marks um hversu snar viðsnún­ing­ur­inn er í ytra jafn­vægi lands­ins, enda krón­an afar veik og inn­lend eft­ir­spurn að skreppa sam­an með mikl­um hraða. Lækk­un á hrávöru­verði á heims­markaði hjálp­ar svo enn frek­ar til að draga úr inn­flutn­ings­kostnaði, þótt á móti hafi ál­verð lækkað.

Áfram­hald­andi af­gang­ur af vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um sem við telj­um að ein­kenni næstu miss­er­in, ásamt veru­lega minna vægi þátta­tekna á næst­unni en und­an­far­in miss­eri, mun hjálpa til að koma styrk­ari fót­um und­ir krón­una þegar um fer að hægj­ast og gjald­eyrisviðskipti verða aft­ur kom­in í nokk­urn veg­inn eðli­legt horf," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka