Óljóst hvort Seðlabankinn tapar á sölu FIH

FIH
FIH

Ekki hefur enn tekist að selja danska bankann FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings og var settur að veði fyrir 500 milljóna evra láni Seðlabankans til Kaupþings skömmu áður en íslenski bankinn féll. Segir í frétt Business.dk að ef bankinn verði seldur fyrir lægri fjárhæð en 500 milljónir evra tapi Seðlabanki Íslands á sölunni.

Þar kemur fram að fjárfestingabankinn JP Morgan hafi umsjón með sölunni en erfitt geti reynst að fá 3,7milljarða danskra króna fyrir bankann en það jafngildir tryggingafjárhæðinni 500 milljónum evra.

Norrænu bankarnir SEB og Nordea hafa verið nefndir sem mögulegir kaupendur og hafa tölur eins og 2,7 milljarðar danskra króna verið nefndar sem mögulegt kaupverð. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK