Fasteignasala dregst saman um 67,5%

Alls var 312 kaup­samn­ing­um þing­lýst á höfuðborg­ar­svæðinu í októ­ber og nam velt­an 8,9 millj­örðum króna. Í sama mánuði í fyrra var 960 kaup­samn­ing­um þing­lýst og velt­an var 31,3 millj­arðar króna. Þetta þýðir að kaup­samn­ing­um hef­ur fækkað um 67,5% og velta minnkað um 71,5% á milli októ­ber­mánaða.

Fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga um fast­eign­ir við sýslu­mann­sembætt­in á höfuðborg­ar­svæðinu í októ­ber 2008 var 312. Heild­ar­velta nam 8,9 millj­örðum króna og meðal­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing var 28,6 millj­ón­ir króna. Viðskipti með eign­ir í fjöl­býli námu 6,4 millj­örðum, viðskipti með eign­ir í sér­býli 2,1 millj­örðum og viðskipti með aðrar eign­ir 0,5 millj­örðum króna.

Velt­an minnk­ar um 20,8% milli mánaða

Þegar októ­ber 2008 er bor­inn sam­an við sept­em­ber 2008 fækk­ar kaup­samn­ing­um um 13,8% og velta minnk­ar um 20,8%. Í sept­em­ber 2008 var þing­lýst 362 kaup­samn­ing­um, velta nam 11,3 millj­örðum króna og meðal­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing 31,2 millj­ón­ir króna.

Þegar októ­ber 2008 er bor­inn sam­an við októ­ber 2007 fækk­ar kaup­samn­ing­um um 67,5% og velta minnk­ar um 71,5%. Í októ­ber 2007 var þing­lýst 960 kaup­samn­ing­um, velta nam 31,3 millj­örðum króna og meðal­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing 32,6 millj­ón­ir króna, að því er fram kem­ur á vef Fast­eigna­mats rík­is­ins.

34 kaup­samn­ing­ar á Ak­ur­eyri

Fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga um fast­eign­ir á Ak­ur­eyri í októ­ber 2008 var 34. Þar af voru 22 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 11 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign. Heild­ar­velt­an var 713 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 21 millj­ón króna.

Á sama tíma var 38 samn­ing­um þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu. Þar af voru 10 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 24 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli og 4 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir. Heild­ar­velt­an var 720 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 18,9 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 7 samn­ing­um þing­lýst á Akra­nesi. Þar af voru 2 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 3 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli og 2 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir. Heild­ar­velt­an var 135 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 18,9 millj­ón­ir króna.

Á sama tíma var 18 samn­ing­um þing­lýst í Reykja­nes­bæ. Þar af voru 7 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 4 samn­ing­ar um eign­ir í sér­býli og 7 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir. Heild­ar­velt­an var 369 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 20,5 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka