Vildu fella ákvörðun stjórnar niður

Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings
Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Starfsmenn Kaupþings, bæði núverandi og fyrrverandi, fóru fram á það þann 22. október sl. að lánin verði innheimt í samræmi við almennar reglur bankans. Í tillögunni fellst jafnframt að ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings frá 25. september yrði felld niður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankastjóra Kaupþings, Finni Sveinbjörnssyni.

„Fram kom í yfirlýsingu stjórnar Nýs Kaupþings banka hf. þann 4. nóvember síðastliðinn að sá banki hefði tekið yfir lánveitingar til starfsmanna gamla Kaupþings vegna kaupa þeirra á hlutabréfum í bankanum. Jafnframt kom fram að stjórn bankans hefði ekki tekið ákvörðun um annað en að haga i bæri innheimtu þessara lánveitinga með sambærilegum hætti og gagnvart öðrum viðskiptavinum bankans.
 
Þann 22. október síðastliðinn var stjórnarformanni og varaformanni Nýja Kaupþings banka afhent tillaga fyrir hönd starfsmanna bankans. Þar er óskað eftir því að vegna yfirtöku Nýja Kaupþings á lánum til starfsmanna vegna hlutafjárkaupa í gamla Kaupþingi samþykki stjórn bankans að leita samninga við starfsmenn um greiðslu á lánunum. Með starfsmönnum er bæði átt við núverandi starfsmenn Nýja Kaupþings og fyrrverandi starfsmenn gamla Kaupþings. Farið er fram á af hálfu starfsmanna að lánin verði innheimt í samræmi við almennar reglur bankans. Í tillögunni fellst jafnframt að ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings frá 25. september yrði felld niður.
 
Starfsmenn töldu nauðsynlegt að leggja fram þessa tillögu vegna breytinga sem orðið höfðu á forsendum ákvörðunar stjórnar gamla Kaupþings frá 25. september eftir að ríkisvaldið yfirtók starfsemi þess banka. Fjármálaráðuneytinu var jafnframt kynnt efni þessarar tillögu á þessum tíma auk þess sem óformlega var rætt við Fjármálaeftirlitið. Í tillögunni er gerð grein fyrir því að hún sé lögð fram til að eyða allri óvissu um þetta mál, ekki einungis vegna starfsmanna heldur einnig vegna bankans sjálfs. Jafnframt að hún sé sett fram til að fá fram niðurstöðu sem sé líkleg til að skapa frið um þetta mál bæði meðal starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins alls," að því er segir í yfirlýsingu frá Finni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK