Lán tefst eitthvað áfram

Retuers

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði að enn væri verið að ljúka fjármögnun og því megi búast við því að lánveiting frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) muni tefjast enn um nokkra daga. Stefnt er að því að taka lánsumsókn Íslands fyrir í framkvæmdastjórn sjóðsins á mánudag. Það gæti þó dregist eitthvað fram eftir vikunni.

Geir segir að deilur við Hollendinga og Breta vegna Icesave reikninga séu óskyld láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og tekið verði sérstaklega á því. Hann segir ljóst að það verði að leysa deiluna við ríkin tvö. Ekki sé ljóst hvort eignir Landsbankans dugi til þess að greiða upp í kröfur og ekki sé ljóst hve mikið tjónið verður. Það fari allt eftir því hvað fáist fyrir eignir bankanna.

Að sögn Geirs er það í athugun hjá lögfræðingum fyrir hönd íslenska ríkisins hvaða möguleikar séu á lögsókn gegn Bretum. Um tvö mál sé að ræða: hryðjuverkalögin og áhrifin á Kaupþing eftir að hryðjuverkalögin voru sett.

Hann segir að íslensk stjórnvöld líti á þessa deildur sem algjörlega aðskilið mál og það væri ranglæti ef beita ætti alþjóðlegri stofnun í deilunni um Icesave. Hann segist ekki vita til þess að það sé verið að nota þetta gegn Íslendingum innan IMF. 

Geir sagði í samtali við mbl.is í gær að frekar yrði hætt við lánið en að láta kúga okkur. Það væri alvarlegt mál hins vegar ef hætta þyrfti við lánið. Geir sagðist telja að Íslendingar séu ekki í lakari stöðu heldur en Ungverjar og Úkraínumenn um að fá samþykkt lán hjá IMF. Íslendingar hafi verið mun lengur aðilar að IMF en þessi ríki. 

Geir segir að grundvallarforsendan fyrir því að koma gjaldeyrismarkaði í samt lag sé að lánveitingar skili sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK