Barack Obama hefur ráðið sérstakt teymi hagfræðinga, viðskiptaforkólfa og stjórnmálamanna til þess að hjálpa sér að glíma við kreppuna.
Umfang þeirrar áskorunar sem Obama þarf að takast á við mun skýrast seinna í dag þegar ný tölfræði um atvinnuleysi í Bandaríkjunum verður birt.
Meðlimir teymisins, sem eru sautján talsins, voru ráðnir í gær og munu funda með Obama í Chicago í dag til þess að fara yfir hvernig sé best að glíma við þá langvinnu alþjóðlegu kreppu sem er framundan, að því er segir á vef breska dagblaðsins The Guardian.