Samson eignarhaldsfélag óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Samson
Samson

Stjórn Samson eignarhaldsfélags hefur tekið ákvörðun um að fara fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Þann 4. nóvember síðastliðinn kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem hafnað var beiðni Samson eignarhaldsfélags ehf. um framlengingu á greiðslustöðvun félagsins. 

Það var þýski bankinn Commerzbank sem fór fram á það við héraðsdóm að kröfu um áframhaldandi greiðslustöðvun yrði synjað en sambankalán Samson upp á rúma 23 milljarða króna var í uppnámi.

Hlutur Samson eignarhaldsfélags í Landsbankanum var metinn á um 90 milljarða króna þegar ríkið tók bankann yfir en eftir ríkisvæðingu bankanna var sá hlutur nær verðlaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK