Stjórn Samson eignarhaldsfélags hefur tekið ákvörðun um að fara fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar.
Þann 4. nóvember síðastliðinn kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem hafnað var beiðni Samson eignarhaldsfélags ehf. um framlengingu á greiðslustöðvun félagsins.
Það var þýski bankinn Commerzbank sem fór fram á það við héraðsdóm að kröfu um áframhaldandi greiðslustöðvun yrði synjað en sambankalán Samson upp á rúma 23 milljarða króna var í uppnámi.
Hlutur Samson eignarhaldsfélags í Landsbankanum var metinn á um 90 milljarða króna þegar ríkið tók bankann yfir en eftir ríkisvæðingu bankanna var sá hlutur nær verðlaus.