Pólverjar munu lána Íslandi

Pólsk stjórn­völd munu taka þátt í að veita Íslend­ing­um neyðaraðstoð. Talsmaður pólska fjár­málaráðuneyt­is­ins, Magda­lena Ko­bos, staðfest­ir þetta við Bloom­berg frétta­stof­una. Um er að ræða 200 millj­ón dala en út­lit sé fyr­ir að neyðaraðstoð til handa Íslend­ing­um nemi 6 millj­örðum dala.

Sam­kvæmt Bloom­berg eru all­ar lík­ur á að Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn (IMF) verði í for­svari fyr­ir aðstoð til handa Íslend­ing­um. Auk IMF og Pól­lands munu skandína­vísku rík­in taka þátt, Bret­ar og Hol­lend­ing­ar.

Bloom­berg fjall­ar um svarta spá sem birt­ist í Pen­inga­mál­um Seðlabanka Íslands í gær. Sam­drátt­ur­inn verði meiri held­ur en áður hafi verið talið, lands­fram­leiðsla drag­ist sam­an um rúm 8% og verðbólg­an verði að meðaltali 14,1% á næsta ári í stað fyrri spár um 7,6%.

Seg­ir í frétt Bloom­berg að vext­ir verðir að vera háir áfram á Íslandi til þess að koma stöðug­leika á gengi krón­unn­ar.  Skuld­ir bank­anna þriggja, Glitn­is, Kaupþings og Lands­bank­ans nemi um 61 millj­arði dala sem svari til tólffaldr­ar þjóðarfram­leiðslu. Stjórn­völd eigi enn eft­ir að leggja fram ná­kvæm­lega út­list­un á því hvernig skuld­in verði end­ur­greidd á sama tíma og Glitn­ir og Kaupþing hafi þegar mistek­ist að greiða af­borg­an­ir af skulda­bréf­um sem fall­in eru á gjald­daga.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK