Sameinast gegn Kaupþingi

Kaupþing.
Kaupþing. Reuters

Belgískir viðskiptavinir Kaupþings í Belgíu hafa myndað með sér samtök og hyggjast standa fyrir mótmælum í Brussel 15. nóvember nk. til að mótmæla því að innistæður þeirra hafa verið frystar í bankanum sl. fjórar vikur. Samtökin hafa einnig ráðið sér lögmann og eru með málshöfðun í undirbúningi.

Samtökin, sem kalla sig „Groupe K" hafa ráðið sér lögmenn hjá Misson de Liège og skora á alla sem fé eiga á reikningum Kaupþings í Belgíu að gefa sig fram á vefsíðunni www.kaupthingvictims.be sem opnuð verður á morgun. Að auki hafa þau skipulagt mótmæli sem verða í Cinquantenaire-garðinum í Brussel 15. nóvember nk.

Vefsíðan sem opnuð verður á morgun 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK