Erlendir kröfuhafar eignist í bönkum

Sú hugmynd hefur verið rædd að erlendir kröfuhafar í þrotabú íslensku bankanna eignist hluti í nýju íslensku viðskiptabönkunum. Segir Ásmundur Stefánsson, sem vinnur að samhæfingu þeirra hópa sem reyna að finna lausn á efnahagsvandanum, að allar mögulegar leiðir hafi verið ræddar og skoðaðar. „Við höfum skoðað alla möguleika og ekki hefur verið lokað á neinn þeirra,“ segir hann.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ríkið ekki trúverðugan eiganda bankanna gagnvart erlendum kröfuhöfum. „Besta leiðin til að semja frið við þá er að þeir fái bankana afhenta, eins og myndi gerast í venjulegu þrotabúi, þar sem kröfuhafar taka það yfir.“

Vilhjálmur segir eitt brýnasta hagsmunamál atvinnulífs og heimila til lengri tíma litið að eðlilegur aðgangur fáist að erlendu lánsfé. Það sé ófært ef ríkið verði áfram eigandi bankanna, því það hafi misst trúverðugleika sinn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK