Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Þegar upp komst um gjörninginn neituðu endurskoðendur að skrifa upp á sex mánaða uppgjörið og stjórn og forstjóri sökuðu Hannes um að hafa þverbrotið lög með þessum heimildarlausu fjármagnsflutningum almenningshlutafélags.