Kínverjar samþykkja aðgerðarpakka

Byggingakranar í Hong Kong.
Byggingakranar í Hong Kong. Reuters

Kínversk stjórnvöld hafa samþykkt viðamikla aðgerðaráætlun, sem nemur um 600 milljörðum dala, til næstu tveggja ára. Tilgangur áætlunarinnar er að draga úr áhrifum kreppunnar og efla hagkerfið.

Á meðan flest ríki eru að fresta öllum stórum framkvæmdum þá hafa stjórnvöld í Kína sagt að þau muni verja 586 milljörðum dala fyrir árið 2010 í margskonar verkefni. Kínverjar hyggjast m.a. styrkja innviði ríkisins og setja fé í velferðarmál. Þeir hyggjast t.d. leggja fleiri járnbrautir, byggja fleiri flugvelli og hefja uppbyggingarstarf í sveitarfélögum sem urðu illa úti í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir suðvesturhluta Kína í maí.

Aðgerðarpakkinn, sem kínversk stjórnvöld kynntu í dag, er umfangsmesta hvataaðgerð sem kínversk stjórnvöld hafa nokkru sinni lagt fram. Aðgerðarpakkinn nemur um 7% af vergri landsframleiðslu á næstu tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK