Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Íslendingar hafa formlega sótt um fjárhagslega aðstoð til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Talsmaður hennar, Johannes Laitenberger, segir að slík aðstoð verði ekki veitt fyrr en Íslendingar og ákveðin ríki ESB komast að samkomulagi um endurgreiðslur til þeirra sem áttu inni á reikningum íslensku bankanna. Líkt og fram hefur komið þá hafa lönd innan ESB viljað að lausn fengist á deilum við Breta og Hollendinga áður en lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum verður afgreitt.

Segir í frétt Reuters að ef Ísland fái fjárhagsaðstoð þá verði hún ekki mikil. Sagði Laitenberger á reglulegum fréttamannafundi að skilyrði fyrir slíka aðstoð sé að Ísland og ákveðin ríki innan Evrópusambandsins nái tvíhliða samkomulagi um útgreiðslur úr Tryggingasjóði innistæðueigenda. 

„Framkvæmdastjórnin er sannfærð um að mögulegt sé að ná lausn í málinu," sagði Laitenberger. Hann segir að  viðræður framkvæmdastjórnar við Íslendinga geti hafist fljótlega eftir að slíkt samkomulag næst. Ljóst sé hins vegar að sú aðstoð sem framkvæmdastjórnin geti veitt Íslendingum sé ekki há fjárhæð og frekar megi líta á hana sem táknræna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK